Ónýtur er búvörusamningur landbúnaðarráðherra við hagsmunasamtök bænda. Nýtur ekki stuðnings meirihluta þings og verður ekki staðfestur. Engir aðrir aðilar málsins komu að gerð samningsins. Hvorki samtök neytenda né stéttarfélög almennings. Þar á ofan var samningurinn gerður til tíu ára Átti þannig að binda hendur ríkisstjórna þrjú kjörtímabil fram í tímann. Eins og frumvarpið, sem á að forskrifa gerð fjárlaga langt fram í tímann. Þetta eru tilraunir bófaflokkanna til að binda hendur þeirra, sem fá stuðning kjósenda í næstu kosningum til að hnekkja gerðum bófanna. Líkið af þjófafélaginu reynir að stjórna eftir dauðann.