Bjarni Benediktsson hefur rústað öllum þáttum opinberrar heilsuþjónustu á þessu kjörtímabili. Við ferðalokin lofar hann að endurreisa alla þætti opinberrar heilsuþjónustu á næsta kjörtímabili. Loforð eru ódýr. Eins og þau voru fyrir síðustu kosningar. Þá lofaði Bjarni ekki að rústa heilsuþjónustunni. Nú hefur hann skyndilega fattað langa biðlista, óhóflega greiðsluþátttöku, spítalahrun. Jafn skyndilega mun hann gleyma loforðinu, þegar búið er að telja atkvæðin upp úr kössunum. Kjósendur Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar verða enn að sætta sig við verðgildislaus loforð á borð við þau, sem þeir sættu sig við síðast.