Ófaglegur löggustjóri

Punktar

Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri í nauðganabæ Íslands, hefur tvö áhugamál. Annað er, að Elliði Vignisson bæjarstjóri verði þingmaður. Hitt er, að þöggun ríki um nauðganir á þjóðhátíð í Eyjum. Hún tók upp þá tilskipun fyrir ári, en hafði ekki erindi sem erfiði. Fagfólkið tók ekki mark á lögreglustjóranum, svo einfalt er það, neitaði að hlýða. Sama er uppi á teningnum núna. Neyðarmóttaka Landspítalans segist ekkert mark taka á tilskipunum lögreglustjórans. Skrítin staða stjórans, sem sendir út tilskipanir til óviðkomandi aðila í kerfinu. Og tekur að sér að stjórna kosningaslag innan pólitíska andverðleikaflokksins.