Kosningabaráttan er hafin með skeytasendingum Eyglóar Harðardóttur ráðherra og nokkurra þingmanna Sjálfstæðisflokksins. Deiluefnið er, hvort bófarnir hafi grafið undan tillögum Eyglóar til lausnar húsnæðisvandans. Tillögurnar voru í smíðum allt kjörtímabilið. Læt milli hluta liggja, hvor aðilinn hafi rétt fyrir sér. Staðnæmist bara við, að stjórnarflokkarnir eru farnir að rífast. Kenna hvor öðrum um ófarir kjörtímabilsins. Bráðum fáum við meira að heyra um annan ágreining, svo sem um stjórnarskrána, uppboð veiðileyfa og hrun heilbrigðismála og velferðar á kjörtímabilinu. Þá verður sko engin gúrkutíð hjá álitsgjöfum.