Að þéna 83 milljarða

Punktar

Mesti reiknimeistari íslenzkrar fjölmiðlunar segir, að ríkissjóður mundi þéna 83 milljarða á ári á uppboði veiðileyfa. Gunnar Smári Egilsson byggir á tölum úr uppboðum veiðileyfa í Færeyjum og færir yfir á íslenzkt aflamagn. Uppboð eru auðvitað hið markaðsvæna mat á réttlátri auðlindarentu. Hér á landi ríkir hins vegar pilsfaldavænt mat upp á aðeins 5 milljarða króna. Að kröfu kommúnistanna í Sjálfstæðisflokknum og Framsókn. Uppboð veiðileyfa mundi leysa öll vandræði þjóðarinnar við að halda uppi norrænni velferð, heilsumálum og menntun.

Fréttatíminn