Búinn að skoða slóðina http://stefnumot.piratar.is/. Lízt vel á þá leið til að velja milli margra frambjóðenda í prófkjöri. Aðalgallinn er spurningalistinn. Þar vantar heila spurningaflokka, sem skipta máli. Svo sem aðild að störfum pírata, viðhorf til ósnortinna víðerna og höfundaréttar. Legg til, að slíku verði bætt við. Sömuleiðis vantar enn svör mikilvægra frambjóðenda. Öllu þessu á að vera auðvelt að kippa í liðinn. Notendaumhverfi slóðarinnar er vænt og gefur okkur kost á að breyta vægi spurninga og skoða nánar svör frambjóðenda. Svona geta aðrir flokkar ekki, því enginn trúir neinu orði frambjóðenda þeirra.