Gúmmívíxlar kosninganna

Punktar

Langt var til kosninga í fyrra, þegar stjórnarandstaðan vildi afturvirka hækkun bóta til aldraðra og öryrkja. Þá sagði Sigmundur Davíð málið vera “ómerkilega brellu” og “auma tilraun til popúlisma”. Nú eru kosningar í nánd og Sigmundur Davíð hefur skipt 180° um skoðun. Segir núna, að hækkun bótanna þurfi að vera afturvirk. Hann er ekki lengur að lofa upp í eigin ermi, heldur upp í ermi píratans, sem verður forsætisráðherra eftir kosningar. Fleiri loforð eru ódýr um þessar mundir. Stjórnin lofar upp í ermi næsta forsætisráðherra, að styrkir til afreksíþrótta hækki um 100 milljónir á ári. Slíkt heitir „kosningavíxill“.