Íslenzk kynþáttahyggja fékk byr undir báða vængi, þegar Ólafur Ragnar Grímsson forseti gerðist klappstýra útrásarinnar. Sagði, að Íslendingar væru genetískt hæfari en aðrir til að stofna áhættusöm gróðafyrirtæki um allan heim. Við vitum öll, hvernig það fór. Enn eimir af þeirri hugsun, að Íslendingar séu „stórasta“ þjóð í heimi, beztir í öllu, sem þeir takast á hendur. Genetíska stefnan á sér málgagnið Rómur. Þar eru stórhuga Íslendingar bornir saman við þýzkar smásálir, sem séu varfærnar, vilji eiga fyrir kostnaði, sjái hindranir og vankanta. Allir vita, að Þjóðverjar eru forsjálir. Og að skuldsettir Íslendingar eru án fyrirhyggju.