Öfugt við það, sem Sigríður Andersen og fleiri stjórnarþingmenn fullyrða, mun málþóf ekki byrja, þegar kjördagur verður ákveðinn. Miklu líklegra er, að þófið endi, þegar kjördagur er ákveðinn. Hefjist þingfundir eftir helgi, án þess að kjördagur hafi verið ákveðinn, mun málþóf hefjast á fyrsta degi þings. Þetta á að vera deginum ljósara. Dagsetning kosninga er lausn vandans, en ekki orsök hans. Öllum er ljóst, að ríkisstjórnin er dauð. Getur ekki einu sinni komið sér sjálfri saman um verðbólgufrumvarp húsnæðislána, þótt hún segi afgreiðslu þess vera forsendu haustkosninga. Það er ekki heil brú í stjórnarpólitík sumarsins.