Ástarbréfin vega þyngst

Punktar

Ríkisendurskoðandi telur, að mesta tjón ríkissjóðs í hruninu hafi falizt í 175 milljarða greiðslu upp í tæknilegt gjaldþrot Seðlabankans í lúkum Davíðs Oddssonar. Sú upphæð lendir á baki þjóðarinnar. Stóru bankarnir höfðu verið stöðvaðir, en þeir tóku í staðinn lán í litlu bönkunum. Þau lán voru „tryggð“ með svonefndum ástarbréfum Seðlabankans, það er illa tryggð í ónýtum veðum. Glufan var of lengi opin vegna getuleysis Davíðs. Af þessu varð meira tjón en af völdum IceSave. „Lán eiga að vera veitt með tryggum veðum“, segir Sveinn Arason ríkisendurskoðandi. Ekki enn hefur Davíð verið látinn svara til saka.