Schulze og flakkarinn

Punktar

Það lengsta sem Íslendingar komast í stærðfræði prófkjörs er þessi. Efst er sá, sem fær flest atkvæði í fyrsta sæti. Næst kemur sá, sem fær flest atkvæði alls í fyrsta og annað sæti. Og svo framvegis. Ótal tilraunum er beitt til að minnka vandræði prófkjörs. Píratar nota svonefnda Schulze aðferð til að telja atkvæði. Hún er vissulega ekki eins flókin og sú aðferð, sem notuð er í þingkosningum til að finna svonefndan flakkara. Hann hoppar milli lista og kjördæma nokkrum sinnum á hverri talningarnótt. Flakkari og Schulze eru ofan við stærðfræðigetu fólks. Forðast ber reikniæfingar, sem fólk skilur ekki. Það vill „tölurnar“.