Allt í þágu ríkra

Punktar

Nýjasta lækkun hindrana í vegi peningaflutninga kemur almenningi ekki að neinu gagni frekar en hinar fyrri. Eins og þær auðveldar hún stóreignafólki að flytja fé sitt í skattaskjól á aflandseyjum. Engar ráðstafanir eru gerðar til að ná í skatta af tekjunum. Í öllum tilvikum, stórum og smáum, eru gerðir stjórnarinnar í þágu auðfólks, ekki í þágu almennings. Þegar fært er milli hópa er ævinlega fært frá fátækum til ríkra. Engin ríkisstjórn lýðveldisins hefur eins eindregið stutt hina ríku á kostnað hinna fátæku. Til að hafa gagn af þessari nýjustu lækkun hindrana þarf fólk að hafa meira en milljón á mánuði í tekjur.