Pirraður ráðherra

Punktar

Bjarni Benediktsson kvartar yfir, að Fréttablaðið birti aðra skoðun í leiðara markaðskálfs blaðsins en var í aðalleiðaranum. Í markaðsleiðaranum er spurt, hvenær Bjarni ætli að hætta að berja hausnum við steininn. Fari að viðurkenna einfalda staðreynd, að leiðin til að bæta hag allra sé að taka upp alþjóðlega mynt. Bjarna gremst, að Fréttablaðið tali ekki einum, skipulögðum rómi, sem hentar honum sjálfum. Langt er síðan alvöru-dagblöð hættu að birta aðeins hina einu og sönnu og skipulögðu skoðun. Fóru að sjá tvær eða fleiri hliðar á hverju umdeildu máli. Það gera þau dagblöð, sem gera kröfu til að kallast þjóðarblöð.