Eðlilegt er, að Eygló Harðardóttir sé pirruð eftir kjörtímabil mótdrægninnar. Bjarni Benediktsson hefur með hjálp Sigmundar Davíðs lagzt á allar tilraunir hennar til velferðar og húsnæðismála. Eða breytt þeim í þágu yfirstéttarinnar. Nú neitar Eygló að styðja fjármálastefnu Bjarna og er það að verðleikum. Urgur er í Sjálfstæðisflokknum út af einleik Eyglóar. Einn þingmaður heimtar, að hún segi af sér. Ósætti stjórnarflokkanna út af misjafnri endingu kosningaloforða leiðir auðvitað til aukinna ýfinga í þinglok. Framsókn reynir að fría sig af augljósri óvild Sjálfstæðisflokksins í garð öryrkja og aldraðra og fárveikra.