Einkavæðing einokunar

Punktar

Erfiðasti vandi íslenzkrar ferðaþjónustu er Isavia, hlutafélag um ríkiseinokun. Stofnunin er rekin í gróðaskyni í þágu bónusa forstjórans. Verst er breyting flugstöðvar Leifs Eiríkssonar í moll, sem gæti verið hvar sem er í heiminum. Markmiðið er að draga fólk meðfram ýmsum fjölþjóðlegum fyrirbærum. Ef hagsmunir ríkis og þjóðar væru í öndvegi, mundu umferðaræðar stöðvarinnar vera notaðar til að koma á framfæri skýrum upplýsingum fyrir ferðafólk, til dæmis um akstur utan þéttbýlis og í ósnortnu víðerni. Ennfremur um hentugan klæðnað, gistingu og veitingar. Reka þarf gróðasjúka forstjórann og gera Isavia að ríkisstofnun.