Forgangsröð pírata

Punktar

Flestir kjósendur hafa mestan áhuga á pyngju sinni. Sé hún sæmilega troðin, vilja þeir ekki vitja neinna ævintýra. Annar hver kjósandi hefur það sæmilegt eða gott og getur sætt sig við óbreytt ástand. Hafa takmarkaðan áhuga á fátæku fólki og velferð þess. Getur verið pirrað út af kostnaði við menntun barnanna. Er líklega ósátt við misþyrmingar ríkisstjórnarinnar á opinbera heilsukerfinu. Vill, að það verði endurreist með tekjum af útboði fiskikvóta. Vill gjarna nýja stjórnarskrá, án þess að hún sé ein í forgangi. Því ættu píratar að leggja sama þunga á útborð fiskikvóta og endurreisn heilsukerfisins eins og á stjórnarskrá.