Í fyrsta fjárlagafrumvarpi Pírata þarf að gera grein fyrir, hvaða fé er hvernig flutt frá tekjum af uppboði veiðileyfa. Og flutt til endurreisnar heilsumála og leiðréttingar á kjörum aldraðra og öryrkja. Þessi konkret atriði séu margtuggin á veggjum fésbóka. Í kosningabaráttunni þarf líka að gera grein fyrir, hvernig verði lögformlegt ferli nýrrar stjórnarskrár gegnum þær hindranir, sem verða á vegi hennar. Verði sótt að pírötum á öðrum sviðum, þarf að kynna viðkomandi stefnu pírata samstundis. Útskýra, hvernig hún verði konkret framkvæmd. Aldrei láta óvininn koma sér á óvart lengur en fimm mínútur. Píratar eiga internetið.