Íslenzkir kvótakóngar bjóða 62 krónur í kílóið af þorski í Barentshafi og segja ekki múkk. Það er töluvert meira en þær 11 krónur, sem þeir greiða hér heima í auðlindaretnu. En ekki eins mikið og þeir borga hver öðrum fyrir leigðan kvóta, 200 krónur. Frjálsi markaðurinn gefur hér í rentu 200 kr á kílóið og 62 kr hjá Færeyingum. En leigður kvóti af íslenzka ríkinu kostar ekki nema 11 krónur í rentu. Sú er ástæðan fyrir því, að íslenzka ríkið getur ekki haldið upp ókeypis heilsuþjónustu að norrænum og þýzkum hætti. Og getur ekki borgað öldruðum og öryrkjum það, sem áður var samið um. Hér á landi eru kvótakóngar heilagar kýr.