Nokkrar vikur frelsis

Punktar

Þegar nokkrar vikur eru til kosninga er óráðlegt að trúa enn einu sinni orðum reyndra pólitíkusa. Segjast ætla að gera allt annað næst en þeir gerðu síðast. Bezt sést þetta á ráðherrunum. Þeir þykjast nú allt í einu ætla að byrja að þjónusta almenning eftir þriggja ára svik. Skoðanakannanir sýna, að tugþúsundir kjósenda hyggist enn trúa orðum svikara. Kjósendur eiga samt að vita, að verk ráðherra tala og þau segja þá vera þjóna auðs og valda. Límið í samfélaginu er að grotna niður, því að ráðamenn taka ævinlega málstað auðs og valda. Nú er sá tími kominn á nokkurra ára fresti, að fólkið getur hrifsað til sín völdin.