Þegar þúsund manns velja sér forustu af hundrað frambjóðendum, dreifast atkvæði meira en þegar þúsund manns velja sér forustu af tíu frambjóðendum. Tölfræðin getur ekki sagt, að það sé lítið, þegar Birgitta Jónsdóttir fær 160 atkvæði í efsta sæti og alls 672 atkvæði. Hún getur ekki heldur sagt það lítið, þegar Jón Þór Ólafsson fær 124 atkvæði í efsta sæti og alls 687 atkvæði. Morgunblaðið og Viðskiptablaðið hafa reynt að gera lítið úr prófkjöri pírata. Þau ættu fremur að skoða prófkjör Sjálfstæðisflokksins. Þar kemur það merkilega dauðamerki í ljós, að ekki fást nægir frambjóðendur í öll sætin, sem Flokkurinn býður.