Flokkar, sem vilja verða stjórntækir, þurfa að gera upp hug sinn í stórmálum. Þau snúast um tekjuöflun til tugmilljarða aukningar á rekstri Landspítalans. Þannig að starfsfólki fjölgi, starfsandinn batni, biðlistar hverfi og greiðsluþátttaka sjúklinga hverfi. Snúast um uppboð á veiðikvóta og á öðrum aðgangi að auðlindum þjóðarinnar. Snúast ekki um stagbætur á húsnæðismálum unga fólksins, heldur um breytta tekjuskiptingu, sem geri fólki kleift að eignast íbúð. Snúast um skil á stuldi ríkisins á fé aldraðra og öryrkja. Snúast um þjóðgarð á hálendinu. Einkum snúast þau um nýja stjórnarskrá. Afstaða óskast.