Daglega lenda í Leifsstöð mörg þúsund útlendingar og eitt-tvö þúsund íslenzkir. Af þessum fjölda má búast við, að 1000 manns, landar og túristar, mundu kjósa að fljúga beint út á land. Mundu fylla tvær-sex Bombardier vélar Flugfélagsins daglega. Mundu létta á Reykjavík og auka vægi og viðhald flugvalla úti á landi. Flug utanbæjarfólks til útlanda yrði einfaldara og þægilegra, ef allt flug væri frá einum velli. Með járnbraut milli Reykjavíkur og Leifsstöðvar mundu ferðir léttast enn frekar. Nær væri að hugsa um framtíð flugs á Íslandi á þennan hátt, heldur en að standa í eilífu rifrildi um meint manndráp og landsbyggðarhatur.