Prófkjörsreglur Pírata eru of flóknar. Betra er gamla góða kerfið. Þá er fyrst talið í 1. sæti og sá efsti fær það. Síðan er talið í 2. sæti og sá, sem fær samtals hæst í 1. og 2. sæti, fær það. Og svo framvegis. Þetta skilja allir og engin leið að fúlsa við niðurstöðunni. Píratar vilja hins vegar hafa þetta voðalega vandað og lenda í öngstræti vitringsins Schulze. Fáir skilja hans flóknu hugsun. Á flot fara samsæriskenningar um prófkjör, fall prófkjörs og endurprófkjör á landsvísu. Svo og um vondar sérreglur í kjördæminu. Þótt útskýrt sé, skilja menn ekki eða vilja ekki skilja. Enn er verið að rífast um Norðvesturland. Burt með þennan Schulze og þessar breytingar á mengi kjósenda.