Frambjóðendur Viðreisnar er einsleitt sjálfstæðisfólk, svo og fyrrum formaður Flokksins, Þorsteinn Pálsson. Þorgerður Katrín var varaformaður Flokksins og fór yfir í Viðreisn, sem lofaði þingsæti, er Flokkurinn vildi ekki lofa. Eins og formaður Flokksins er formaður Viðreisnar Engeyingur, Benedikt Jóhannesson. Tveir fyrrum formenn samtaka atvinnurekenda eru í Viðreisn, Þorsteinn Pálsson og Þorsteinn Víglundsson. Evrópusambandið er eini munur Sjálfstæðisflokksins og Viðreisnar. Þótt stefnu Viðreisnar megi túlka sem jákvæða í garð uppboðs á kvóta og viðreisnar heilsukerfis, mun enginn ofanskráðra taka neitt mark á því.