Aðkrepptur Sigmundur

Punktar

Guðni hefur talað og Sigmundur Davíð kominn út í horn. Þungavigtin í Framsókn vill losna við hinn undarlega formann, sem nú styðst einkum við Gunnar Braga Sveinsson. Sigmundur hefur lýst fyrirsjáanlegu blóðbaði með samanburði við Waterloo, þegar Napóleon var velt úr sessi. Lilja Alfreðsdóttir er óheppilegur arftaki. Sýndi dómgreindarleysi í nýjum varnarsamningi við Bandaríkin og harðri fylgispekt við æsinginn í Nató. Sveinbjörn Eyjólfsson á Hvanneyri er mun betri arftaki, vinsæll og framsóknarlegur, eins og raunar Sigurður Ingi forsætis er orðinn. Skást til langs tíma fyrir Framsókn er að leita skjóls hjá Sigurði.