Sjálfstæðisflokkurinn situr í undarlega góðum tölum í síðustu skoðanakönnunum. Hann er í hörmulegri ríkisstjórn, svíkur helztu loforðin, gælir við þrengstu sérhagsmuni auðgreifa. Mætir klofningsframboði Viðreisnar með afspyrnu lélegum framboðslista. Flokkurinn ætti að vera með langt innan við 20%, jafnvel í eins konar Davíðsfylgi. Mælist samt í 25-29% fylgi, rétt eins og hér séu fjölmennir hópar fávita á kjörskrá. Formaður og varaformaður flokksins híma í skattaskjóli á aflandseyjum, sem urðu altjend formanni Framsóknar að falli. Furðulegt, að kjósendur Flokksins sætti sig við að vera skjólstæðingar pólitísks bófaflokks.