Óhugsandi er, að aflendingarnir Bjarni Benediktsson og Ólöf Nordal fari aftur í stjórn með Sigmundi aflendingi til að framlengja skattskjólið. Sigmundur er til alls vís eins og drottningin í Undralandi. Sjálfstæðis vill frekar endurheimta útibúið í Viðreisn, þar sem er bara ein kúlulánadrottning. Til viðbótar þarf líklega bara Vinstri græn. Þau eru sum höll undir kvótagreifa eins og raunar Viðreisn líka, sem vill, að bara 3% aflans fari á uppboðsmarkað. Þessir tveir flokkar ættu að geta komið í stað Framsóknar. Ættu að geta tryggt möguleika Flokksins til að halda áfram að ræna af fátækum til að gefa hinum ríkustu.