Þrír formenn Landsambands sjálfstæðiskvenna hafa sagt sig úr flokknum til að mótmæla íhaldssemi Flokksins í jafnréttismálum. Sjálfstæðisflokkurinn hafnar konum í prófkjörum og kýs í staðinn miðaldra karla, þótt rotinborulegri séu. Úrsagnirnar skipta máli. Þær sýna sauðtryggum flokkssauðum, að stuðningur við Sjálfstæðisflokkinn er ekki náttúrulögmál. Enginn verður fyrir bíl, þótt hann kveðji flokkinn. Hafi fólk ógeð á greifadýrkun, spillingu, aflandseyjum og skattaskjólum og endalausum svikum, getur það sett hnefann í borðið. Það getur til dæmis valið Viðreisn, sem gefur sig út fyrir að vera minna spillt og fúl.