Einn er munurinn á Pírötum og ýmsum smáflokkum, sem sumir hverjir bjóða fram í annað skipti að þessu sinni. (Viðreisn er utan þessa samanburðar sem klofningur út úr Sjálfstæðisflokknum.) Skoðanakannanir sýna að Píratar eru alvöruflokkur með fjöldafylgi. Hefur fjölda manns á sínum snærum við að semja stefnu og vinna að undirbúningi kosninga. Dögun, Alþýðufylkingin, Flokkur fólksins og fleiri framboð hafa ágæta stefnu og góða frambjóðendur, en virka samt eins og klúbbar kunningja, er hafa takmarkaðan kjörþokka út fyrir hópinn. Ég gæti vel hugsað mér að kjósa Ingu Sæland, en óttast, að engin von sé til, að það komi að gagni.