Rannsókn Panama-skjala

Punktar

Evrópuþingið hóf í þessari viku rannsókn á svonefndum Panama-skjölum. 65 manna rannsóknanefnd hlustaði á skýrslur blaðamanna, sem eiga þátt í að koma þessum skjölum á framfæri. Þau eiga upptök sín hjá skattaskjóls-milliliðnum Mossack Fonseca. Lekinn er sá mesti í sögu stafrænna upplýsinga. Tveir forsætis hafa þegar sagt af sér, David Cameron og Sigmundur Davíð. Bjarni Ben og Ólöf Nordal hafa enn ekki sagt af sér. Þingnefndin mun ákveða, hvort skattayfirvöld ríkja Evrópusambandsins hafi trassað að verjast skattsvikum og brotum á gegnsæi skjala. Kannski verða Bjarni og Ólöf kölluð fyrir til að svara spurningum.

GUARDIAN