Frysting á næsta leiti

Punktar

Þeir, sem þefa af almenningsálitinu, segja mér, að Sigmundur sé fjölmennari en Sigurður á ættarmóti Framsóknar. Hvor þeirra, sem hefur slaginn í dag, mun fara fyrir klofnum flokki, kannski með þrjá þingmenn á hvorn væng. Sigurðarmenn hafa meiri séns á að komast í ríkisstjórn, enda kann Sigurður fleiri mannasiði en Sigmundur. Einkum er sá síðarnefndi óvinsæll meðal kollega, frægur af endemum. Skrítið er að reyna að sjá fyrir sér báða helminga klofins flokks vera saman í einni ríkisstjórn. Hvorugt freistar annarra flokka, sem mundu þó vinna meira til að losna við Sigmund. Flokksins bíður því frysting, sem gæti staðið áratug.