Fór vel í Framsókn

Punktar

Jæja, þetta fór þá vel í Framsókn. Með sigur af hólmi fór framsóknarmaðurinn. Og leiðindagaurinn skall á veruleikann. Sigurður Ingi var skárri í stöðunni og gerir Framsókn að viðræðuhæfum flokki í pólitíkinni. Allir græða á því, en mest þó Framsókn. Hún slapp við að verða að sauðum á flótta frá veruleikanum. Hinn kostur hennar var firring, lygi og siðblinda. Og hún hafnaði þessu öllu. Varð bara eins og aðrir flokkar, heiðarlegur eða spilltur eftir atvikum. Hvað verður að Sigmundi veit ég ekki. Kannski er hann skástur í að rissa upp burstahús í skipulagi. En líklega reynir hann samt að flækjast fyrir öðrum í pólitíkinni.