Borgaralaun eru ekki raunhæfur kostur, enda hefur enginn flokkur þau á stefnu sinni. Enn vantar útreikninga á fjárhag þessa flókna dæmis. Píratar hafa tekið þau til umræðu og fylgjast með erlendri umræðu um málið og tilraunum með það. Ein ástæða umræðunnar er, að milljónir verða atvinnulausar á næstu áratugum, þegar vélmenni koma til skjalanna í þjónustu og víðar. Þjóðfélög verða að vera undir breytinguna búin. Geta dreift hagkvæmni vélmenna til allra, ekki bara til þess 1%, sem flestu ræður. Tengist hratt vaxandi ójöfnuði á flestum sviðum. Annað hvort búa þjóðir sig undir borgaralaun eða lenda í blóðugri byltingu.