Þeir segja svindl

Punktar

Ýmsir stuðningsmenn Sigmundar Davíðs segja brögð hafi verið í tafli um kosningu formanns á sunnudaginn. Sumir Reykvíkingar hafi ekki verið í kjörskrá. Mótmælin komu þó ekki strax til tals, ekki fyrr en daginn eftir talningu. Síðast fékk Höskuldur Þórhallsson að vera formaður í kortér, meðan talið var upp á nýtt. En nú fékk Sigurður Ingi Jóhannsson að vera formaður dögum saman og er enn. Í fyrra skiptið varð Sigmundur Davíð formaður, en í seinna skiptið tapaði hann. Svona mál koma bara upp hjá framsókn, þar sem menn virðast lélegir í reikningi. Og eingöngu, þegar um er að tefla Sigmund Davíð, hinn mikla heimsmeistara.