Skoðanakannanir benda til jafnvægis jafnstórra fylkinga, hægri og vinstri. Í annarri eru stjórnarflokkarnir og Viðreisn. Í hinni er stjórnarandstaðan og Píratar. Annars vegar eru kjósendur, sem vilja að mestu óbreytt ástand. Þar á meðal er gefins aðgangur að fiski, vaxandi misskipting aðstöðu og auðs, öll einkavinavæðingin. Hins vegar eru kjósendur, sem vilja breyta sem flestu, einkum stjórnarskrá, taka upp auðlindarentu og jafna lífskjör fólksins. Hætt er við, að ný ríkisstjórn hafi tæpan meirihluta, nema atkvæði óákveðinna falli misjafnt á þessar tvær fylkingar. Þannig kæmist hreyfing á drullupollinn.