Sjálfstæðisflokkurinn lofar öllu sama fyrir kosningar og hann sveik fyrir þær síðustu. Er í sex vikna kratagír á fjögurra ára fresti. Stelur þess á milli öllu steini léttara. Framsókn er ekki enn búinn að finna gírinn eftir slaginn um foringjaskiptin. En svakaleg mega loforðin verða, ef hún hyggst fara með himinhvolfum eins og síðast. Þessir tveir munu ekkert efna af loforðum sínum. Restin af fjórflokknum hefur góðan vilja, en linast, þegar að verkum kemur. Af nýlegu flokkunum er lítil reynsla, Viðreisn er ættuð úr Sjálfstæðis, en hinir flokkarnir munu reyna að efna loforð sín, Björt framtíð og einkum þó Píratar.