Grænar hosur Viðreisnar

Punktar

Á erfitt með að sjá fyrir mér Viðreisn gera hosur sínar grænar fyrir Pírötum. Stefnan er svo sem fallega skrifuð, en mér lízt misjafnlega á mannskapinn. Hvernig á fyrrverandi grátkarl atvinnurekenda að samþykkja, að láglaunafólk sé ekki að sliga atvinnulífið? Ég tel, að hjá þessu fólki slái hjartað með þeim Sjálfstæðisflokki, sem var fyrir yfirtöku nýfrjálshyggjunnar. Kosningarnar munu einkum snúast um, í hvaða mæli kjósendur trúa fagurgala Viðreisnar. En mun hún samþykkja uppboð á fiskikvóta og nýja stjórnarskrá? Kannski 10% skref til prufu í áttina, varla meira. Viðreisn mun þvælast fyrir endurreisn okkar.