Samfylkingarfólk kvartar um, að almennt hafi flokkar stefnu Samfylkingarinnar, en kjósendur forðist samt Samfylkinguna. Skýringar eru tvær. Hægri Blair-ismi Ingibjargar Sólrúnar og Árna Páls Árnasonar hafi drepið Samfylkinguna. Eða að vinstri Corbyn-ismi Oddnýjar Harðardóttur sé að drepa Samfylkinguna. Vandinn er þó stærri. Árni Páll hafði ekki pólitískan kjörþokka og Oddný hefur hann ekki heldur. Um alla Evrópu og Bandaríkin er bakslag frá Blair-isma og sumpart yfir í Corbyn-isma. Verra er þó, að vinstra láglaunafólk hefur látið plata sig yfir í þjóðrembuflokka á hægri kanti. Hafa glatað nánd við Samfylkinguna.