Ný hrota landráða

Punktar

Wikileaks lak á föstudaginn skjölum úr TISA landráðasamningunum í tilefni af nýrri hrotu viðræðna, sem hefst á mánudaginn. Leynisamningarnir ná til stærra svæðis en aðrir hliðstæðir samningar. Fela í sér framsal valds þjóðríkja til heimsfyrirtækja með flutningi málareksturs frá fölþjóðadómstólum til dómstóla með dómurum frá fyrirtækjunum. Samkvæmt leynisamningunum má ekki setja reglur eða lög um stóriðju án samþykkis hennar. Risafyrirtæki mega kaupa og taka yfir grunnþjónustu á borð við rennandi vatn. Alls er samningurinn stærsta skref í einkavinavæðingu jarðarinnar. Ísland er aðili að viðræðunum, en vonazt er til, að leynilandráðin verði stöðvuð við aðvífandi stjórnarskipti.

Wikileaks Further Exposes Corporate Plot