Kosningabaráttan mótast af þörf nýrra frambjóðenda í baráttusætum fyrir að kynna sig almenningi. Sannfæra hann um, að þeir séu ekki núll og nix. Heldur betri frambjóðendur en hinir, sem fallið hafa eða munu falla. Og fólk er að fatta, að vit og von er í sumum þessara nýju andlita. Það er gott. Álitsgjafar einskorða sig við túlkun skoðanakannana, sem ramba óvenju skarpt út og suður. Efast má um, að gamlar og grónar aðferðir í könnunum henti breyttum veruleika. Núna þarf raunar kjark til að spá í rennandi fylgi. Ég þori það ekki. Á fátt nema dofnandi vonina blíðu um, að nú sé loksins komið að pólitískri byltingu.