Blendin eru viðbrögð flokkanna fjögurra við tilboði Pírata um upphaf viðræðna um stjórnarmyndun fyrir kosningar. Samfylkingin og Vinstri grænir taka boðinu vel, en Viðreisn og Björt framtíð daufar. Viðbrögðin draga úr væntingum þeirra kjósenda, sem áður töldu Viðreisn og Bjarta framtíð vænan kost við endurreisn rofins samfélags. Styrkir þá tilfinningu, að Viðreisn sé lítið annað en útskot úr Sjálfstæðiflokknum og muni renna þangað inn við tækifæri eftir kosningar. Viðreisn sigli undir fölsku flaggi. Hafi frjálslynda stefnu, en frambjóðendur úr Flokknum. Björt framtíð er líka pakki, sem þú veizt tæplega hver er.