Símtal Davíðs og Geirs Haarde á síðustu mínútunum fyrir hrun er sagnfræðilegur minnisvarði. Sýnir tvo menn ráða ekki við hlutverk sitt. Davíð áttar sig skár á stöðunni. Telur sig þurfa upptökubúnað til að varðveita símtalið. Þannig getur hann reynt að haga talinu þannig, að sökin á hruninu beinist frekar að Geir. Áratug síðar kennir hvor hinum um, þótt hvor eigi sinn þátt. Ef símtalið er skoðað í samhengi við taugaveiklaða innrás Davíðs á ríkisstjórnarfundinn, sjást hrunskýin hrannast upp. Óhæfar taugahrúgur brenndu tugi ef ekki hundruð milljarða í fyrirsjáanlega gagnslausum mokstri þjóðarsjóðsins í glæpabankana.