Einstæður kjörþokki

Punktar

Ég hef enga skýringu á fylgissveiflu Vinstri grænna nema Katrínu Jakobsdóttur. Hún hefur einstæðan kjörþokka og yrði friðarhöfðingi sem forsætisráðherra. Hún hefur allt, sem gamla gengið í Samfylkingunni hefur ekki. Hún þyrfti bara að losna við Steingrím J. Sigfússon, sem er grunaður um stuðning við kvótagreifa og hvers kyns kjördæmispot. Að honum frátöldum hafa vinstri grænir yfirbragð vistvænna græningja. Það er málaflokkur, sem er frekar veikur hjá pírötum, þótt þeir séu sammála um að friða miðhálendi Íslands. Það er eitt af stóru málunum í endurræsingu samfélagsins, sem við væntum á komandi kjörtímabili.