Kosningabaráttan var að mörgu leyti betri en áður. Öll sjónarmið komust að í sjónvarpinu. Minni áróður var í flestum fjölmiðlum öðrum en Viðskiptablaðinu. Til viðbótar við góð pappírsblöð á borð við Stundina og Fréttatímann eru komin vefblöð, sem oft kafa í mál. Kjarninn og Kvennablaðið eru dæmi um það. Meira máli skiptir, að opnir vefmiðlar eins og Pírataspjallið, Frjálshyggjufélagið og Stjórnmálaspjallið flytja gagnleg skoðanaskipti. Fésbækur einstaklinga skipta mestu, hafa skotið niður bombur, sem komið hefur verið á loft. Árangur sést kannski lítt í kosningunum. Fólk hleypur enn eftir gamalkunnri froðu.