Sé fátt athugavert við samstjórn Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna, til dæmis með stuðningi Pírata. Vinstri og hægri verða að læra að vinna saman í ríkisstjórn eins og í ýmsum minni valdastofnunum. Fráfarandi ríkisstjórn lagðist of mikið í öfgar. Til dæmis í lækkun kvótarentu og tilheyrandi niðurskurði í heilsukerfinu. Fólk verður að læra að setjast niður og leysa slíkan vanda yfir borðið í stað þess að öskra hvert á annað. Píratar hafa einmitt lagt til, að menn venji sig á að rabba saman. Tækifærið er ágætt, þegar nærri annar hver þingmaður er nýr í starfinu. Og ágætt, að hinar hefðbundnu andstæður byrji á samræðustjórnmálunum.