Heimska öfgafrjálshyggju

Punktar

Skattar eru ekki ofbeldi, þótt Pawel Bartoszek og Heiðrún Lind Marteinsdóttir haldi það. Þeir eru aðferð manna til að búa til siðað samfélag, er heldur saman sem ein þjóð. Ríkið er stjórntæki samfélags, sem hafnar ofbeldi. Ríkið getur átt eignir og þjóðin sem slík getur líka átt eignir. Munurinn er einkum sá, að ríkið getur í vissum tilvikum selt ríkiseignir, en getur ekki selt þjóðareignir. Þær ber ríkinu að varðveita fyrir hönd þjóðarinnar. Séu þjóðareignir markaðsleg verðmæti, má leigja þær út fyrir markaðsverð. Rentan af því finnst með því að ríkið bjóði aðgang með frjálsum uppboðum. Möntrur öfgafrjálshyggju eru heimska.