Finna ekki taktinn sinn

Punktar

Sjálfstæðisflokkurinn fékk nægt fylgi til að kallast stóri flokkurinn. Nógu stór til að fá frumkvæðið að stjórnarmyndun. Þótt formaður flokksins sé landsþekktur braskari á gráa svæðinu með fé sitt í skattaskjóli á aflandseyju. Kjósendur vildu ekki refsa honum fyrir það og því erum við í þessari klípu. Fáir vilja starfa með spilltum flokki og sízt þeir, sem standa honum hugmyndafræðilega næst. Stjórnin er fallin og framsókn útskúfuð. Samt hefur fyrrverandi stjórnarandstaða ekki bolmagn til að sameinast um meirihluta. Vinstri græn, Píratar og Viðreisn finna ekki taktinn sinn og því erum við í þessari klípu. Kannski fram yfir nýársdag.