Ef við trúum stefnuskrám, er meirihluti á alþingi fyrir frjálsum uppboðum kvóta í sjávarútvegi. Aðeins Sjálfstæðis og Framsókn vilja standa vörð um gjafakvótann. Undir eðlilegum kringumstæðum ætti því að vera hægt að mynda ríkisstjórn um að breyta þessu kerfi. Önnur mikilvæg hugsjónamál ná ekki meirihluta, til dæmis ekki um 11% landsframleiðslu til heilbrigðismála og ekki um nýju stjórnarskrána. Slík mál mættu því bíða, þangað til kjósendur þroskast. Ekki eru því líkur á miklum framförum á þessu kjörtímabili. Meirihluti kjósenda hefur ákveðið, að svokölluð staðfesta sé mikilvægari en svokölluð endurræsing. Vonandi með minni spillingu.