Uppreisn alþýðunnar

Punktar

Jæja, Trump hafði það, þvert á kannanir. Eins og Brexit líka, þvert á kannanir. Verðbréf falla í Bandaríkjunum eins og þau gerðu í Bretlandi í kjölfar Brexit. Alþýðan reis upp gegn yfirstéttinni, sem sér sitt óvænna. Gengi dollarsins sígur sennilega. Yfirstéttin titrar af skelfingu, lénsherrarnir sjálfir.  Miklar hættur eru á ferðinni út af persónu Trumps. Hann virðist hafa talað á máli rauðhálsanna, sem fyrirlíta jakkalakkana. Alþýðan finnur misjafnan farveg, til hægri, vinstri eða á miðju. Hér á Íslandi lánaðist hún ekki, fólk hélt tryggð við kvalara sína, enda erum við ekki forustuþjóð í pólitík. Alþýðan hefur hér enn bara 15% fylgi.