Strax eftir lokun kjörstaða breyttust Viðreisn og Björt framtíð úr miðflokkum í hægri flokka. Þeir sóttust stíft eftir samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn, en höfnuðu Framsókn. Sá flokkur breyttist eftir fall Sigmundar Davíðs flokksformanns úr hægri flokki í miðflokk. Allar þessar breytingar sýna, hversu lítið er að marka orð og stefnu hinna hefðbundnu flokka. Þeir líta flestir á kjósendur eins og erkifífl, sem þeir raunar eru. Allir eru þeir sammála um, að Píratar séu ekki stjórntækir, enda eru þeir hinir einu, sem segja kjósendum sannleikann. Slíkt gegnsæi þykir enn ekki nógu stofuhæft fyrir afæturnar, er liggja uppi á þjóðinni.